„Örugglega hjólastóllinn minn að skransa“

Freyja Haraldsdóttir sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Bjartrar …
Freyja Haraldsdóttir sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta var ekki stóll. Þetta var ekki hjól. Þetta var örugglega hjólastóllinn minn að skransa fyrir utan Klaustur.“ Þetta kemur fram í Twitter-færslu Freyju Haraldsdóttur sem hún birti í kvöld.

Á Klaust­urs­upp­tök­un­um svo­kölluðu má meðal ann­ars heyra þing­menn líkja eft­ir sel þegar minnst er á Freyju og hún upp­nefnd Freyja eyja. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ist ekki hafa verið að gera grín að fötl­un Freyju og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hann að umrætt selahljóð hefði getað „verið reiðhjól að bremsa fyr­ir utan glugg­ann“.

Áður hafði Sigmundur hringt í Freyju og beðið hana afsökunar. Freyja sagði afsökunina hins vegar ekki vera fullnægjandi þar sem að samtímis hefði hann reynt að hrút­skýra, efti­r­á­skýra og hrein­lega ljúga til um það sem átti sér stað.

Af Twitter-færslu Freyju að dæma gefur hún einnig lítið fyrir útskýringar Sigmundar í kvöld.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert