Þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klaustri Bar 20. nóvember, fóru ófögrum orðum um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Kvartað var yfir pólitískri hollustu hennar og ræddu þeir um hana á kynferðislegum nótum.
„Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur hefði hún hringt í sumar,“ heyrist Gunnar Bragi Sveinsson segja í upptöku á vef Stundarinnar. Þetta segja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason að sé alveg augljóst.
Gunnar Bragi kvartar yfir því að Lilju sé alveg sama um það sem þeir gera. „Hjólum í helvítis tíkina!“ segir hann hátt og spyr hvers vegna sé verið að hlífa henni.
Eftir nokkra umræðu um Lilju segir Bergþór að engin „gugga“ hafi teymt hann meira á asnaeyrunum heldur en hún sem hann hafi ekki fengið að sofa hjá. Sigmundur jánkar og hlær að því.
„Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í,“ segir Bergþór.