Reikningsformúlur í stað kjararáðs

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/​Hari

Laun forseta Íslands, ráðherra og þingmanna munu til framtíðar ákvarðast á grundvelli breytinga á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins, reiknað af Hagstofu Íslands, samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssonar, vegna brottfalls laga um kjararáð.

Gert er ráð fyrir því að ráðherra hafi ekki heimild til þess að hækka laun fyrr en 2020, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tildrög breytinganna voru meðal annars gagnrýni sem kjararáð hefur sætt vegna umdeildra launahækkana þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins sem leiddu til þess að kjararáð var lagt niður í sumar.

Í janúar 2018 var skipaður starfshópur um málefni kjararáðs og var honum meðal annars falið að leggja til breytingar á ferli launaákvarðana er varða þá hópa sem heyrðu undir kjararáð. Einnig var starfshópnum falið að skoða úrskurði kjararáðs og meta þá með hliðsjón af launabreytingum á almennum vinnumarkaði. Í hópnum sátu fulltrúar forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins, BSRB og ASÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka