Sérstaðan hefur haldist

Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst.
Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst.

Háskólinn á Bifröst á sér aldarlanga sögu og er tímamótanna minnst í dag. Viðskiptagreinar og þjálfun til forystu hafa alltaf verið áhersluþættir í starfi skólans sem samvinnuhreyfingin stofnaði og rak lengi. Svara er leitað og lausnir fundnar á vandamálunum, en mikilvægt er að spyrja gagnrýnna spurninga, segir rektorinn.

„Þótt samfélagið hafi gjörbreyst á einni öld og skólastarf sé í endalausri þróun og breytist hratt er meginhlutverkið og sérstaða þessa skóla merkilega lík því sem var fyrir hundrað árum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst í Borgarfirði.
Þess verður minnst við hátíðlega athöfn í dag að öld er frá stofnun þeirrar menntastofnunar sem Bifrastarskólinn er. Efnt verður til samkomu í Borgarfirðinum af því tilefni þar sem haldið er upp á þessi tímamót sem sannarlega eru stór, því fáir skólar á landinu eru enn komnir eru á svo virðulegan aldur sem Bifröst er.
Sjá samtal við Vilhjálm um aldarafmæli Bifrastar í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert