„Þetta hljóð kemur úr mannshálsi“

Gunnar Smári hreinsaði hljóðið upptökunni til að betur mætti greina …
Gunnar Smári hreinsaði hljóðið upptökunni til að betur mætti greina það. mbl.is/Eggert

„Ég er sann­færður um það, frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð, að þetta hljóð kem­ur úr manns­hálsi. Ekki kannski manns­barka, en þetta kem­ur úr manni,“ seg­ir Gunn­ar Smári Helga­son, hljóðmaður til 40 ára, sem hreinsaði hljóðið á Klaust­urs­upp­tök­un­um svo­kölluðu, svo hægt væri að greina bet­ur sela­hljóð sem ein­hver viðstadd­ur virðist gera þegar rætt er um Freyju Har­alds­dótt­ur.

Freyja greindi frá því í pistli á Kjarn­an­um í gær að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins og einn þeirra þing­manna sem heyr­ist í á upp­tök­un­um, hefði hringt í sig, beðist af­sök­un­ar og sagt að um­rætt hljóð hefði komið frá stól.

„Það er stutt ísk­urs­legt hljóð sem kem­ur, svipað og þegar maður er að búa til skrýtið hljóð með háls­in­um. Ég hef ekki trú á því að þannig myndi ísk­ur í stól byrja. Það myndi frek­ar byrja með ein­hverju þruski og magn­ast upp,“ seg­ir Gunn­ar Smári.

Hann notaði for­ritið Waves E-Noise plug-in til að hreinsa hljóðið, en um að ræða for­rit sem mikið er notað í tón­list­ar­vinnslu og við hljóðsetn­ingu á kvik­mynd­um. „Þetta er ekki notað til að breyta ein­hverj­um staðreynd­um held­ur hreinsa upp hljóð,“ út­skýr­ir hann, en það var vef­miðill­inn Trölli.is  sem fyrst greindi frá niður­stöðum Gunn­ars Smára. Þar má heyra brot af upp­tök­unni eft­ir að hann hreinsaði hana.

„Ég gerði ekki mikið fyr­ir hljóðið. Ég hreinsaði það aðeins upp. Það eru þarna hljóð í kæli­vél­um og ein­hverju öðru sem ég gat dregið úr og skýrt hitt aðeins.“

Aðspurður seg­ist hann hafa ákveðið að skoða upp­tök­una að eig­in frum­kvæði. Hann trúði því ekki að hljóðið kæmi frá stól og yf­ir­ferð hans á upp­tök­unni staðfest­ir þá trú hans.

Hann seg­ir sjálfsagt mega kafa dýpra í það, með því að hlusta hverj­ir tala fyr­ir og eft­ir, hver gef­ur hljóðið frá sér. Hann ætl­ar þó ekki að taka það verk­efni að sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka