Þingmenn með ferföld lágmarkslaun

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Valli

„Er starf for­sæt­is­ráðherra í al­vöru 6-7 sinn­um mik­il­væg­ara en umönn­un­ar­starf?“ Að því er spurt í frétta­til­kynn­ingu frá Alþýðusam­bandi Íslands vegna fregna um að laun for­seta Íslands, ráðherra og þing­manna muni til framtíðar ákv­arðast á grund­velli breyt­inga á meðaltali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins.

Það kem­ur fram í frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem birt var á vef Alþing­is í gær.

Fram kem­ur á vef ASÍ að betra sé að ákv­arðanir verði gagn­særri en ekki nán­ast handa­hófs­kennd­ar eins og ákv­arðanir kjararáðs voru oft. Hins veg­ar muni of­ur­hækk­an­ir kjararáðs fest­ast í lög.

Ef frum­varpið verður samþykkt er for­seti Íslands með 10-11 föld lág­marks­laun rík­is­starfs­manna. For­sæt­is­ráðherra og aðrir ráðherr­ar eru með 6-7 föld lág­marks­laun rík­is­starfs­manna en þing­menn eru með fer­föld lág­marks­laun,“ kem­ur fram á vef ASÍ.

„Ef laun eiga krist­alla ábyrgð og mik­il­vægi starfa gegn­ir for­set­inn því 10-11 sinn­um mik­il­væg­ara og ábyrgðameira starfi en starfs­fólk í ræst­ing­um og umönn­un. Er það sann­gjarnt?“

Enn frem­ur kem­ur fram að sam­kvæmt frum­varp­inu eigi fjár­málaráðherra að taka ákv­arðanir um laun kjör­inna full­trúa, sátta­semj­ara, seðlabanka­stjóra, sak­sókn­ara og dóm­ara út frá hækk­un­um á reglu­leg­um laun­um starfs­manna rík­is­ins und­an­gengið ár. 

Alþýðusam­bandið hef­ur sagt að það sé lág­mark að vinda ofan af laun­um kjör­inna full­trúa og/​eða frysta þau til árs­loka 2021. Nú er heim­ilt að taka ákv­arðanir um enn eina hækk­un­ina strax í júlí á næsta ári. „Við vilj­um ganga lengra og nýta þetta tæki­færi til að ákv­arða hvaða launa­setn­ing er sann­gjörn og rétt­lát miðað við lægstu laun,“ seg­ir á vef ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka