Tilnefningar til Fjöruverðlauna

Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar Ungfrú Ísland eftir Auði Övu …
Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur; Kláði eftir Fríðu Ísberg og Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Samsett mynd

Til­nefn­ing­ar til Fjöru­verðlaun­anna, bók­mennta­verðlauna kvenna, voru kynnt­ar í Borg­ar­bóka­safn­inu í Gróf­inni nú á sjötta tím­an­um. Alls eru níu bæk­ur til­nefnd­ar, þrjár í hverj­um flokki, en flokk­arn­ir skipt­ast í barna- og ung­linga­bók­mennt­ir, fag­ur­bók­mennt­ir og fræðibæk­ur og rit al­menns eðlis. Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn í Höfða 15. janú­ar 2019.

Sam­líðan og metnaður

Í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta eru til­nefnd­ar, í staf­rófs­röð höf­unda, bæk­urn­ar Lang-elst­ur í leyni­fé­lag­inu eft­ir Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur; Fía­sól gefst aldrei upp eft­ir Krist­ínu Helgu Gunn­ars­dótt­ur og Sjúk­lega súr saga eft­ir Sif Sig­mars­dótt­ur og Hall­dór Bald­urs­son.

Dóm­nefnd skipuðu Arnþrúður Ein­ars­dótt­ir, Guðrún Jó­hanns­dótt­ir og Sigrún Birna Björns­dótt­ir.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Lang-elst­ur í leyni­fé­lag­inu seg­ir: „Sag­an er viðburðarík og um­fjöll­un­ar­efnið vek­ur vanga­velt­ur hjá les­end­um og tæki­færi til út­skýr­inga og sam­tals um til­finn­ing­ar og líðan, sam­hyggð og ís­lenskt mál. Myndskreyt­ing­ar eru fal­leg­ar og styðja vel við text­ann.“

Um Fía­sól gefst aldrei upp seg­ir: „Höf­und­ur dreg­ur upp sann­fær­andi mynd­ir af átök­um og upp­götv­un­um í lífi Fíu Sól­ar, breysk­leika henn­ar og styrk. [...] Fía Sól gefst aldrei upp hvet­ur til umræðu [...] og vek­ur at­hygli á starfi Umboðsmanns barna.“

Um Sjúk­lega súr saga seg­ir: „Bók­inni er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á sög­unni og sýna fram á að í gamla daga hafi lífið hvorki verið betra né ein­fald­ara. [...] Hér er á ferðinni metnaðarfullt verk þar sem Íslands­saga er sett fram á lipr­an, fynd­inn og mynd­ræn­an máta.“

Sköp­un­arþrá og nánd

Í flokki fag­ur­bók­mennta eru til­nefnd­ar Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur; Kláði eft­ir Fríðu Ísberg og Ástin, Texas eft­ir Guðrúnu Evu Mín­ervu­dótt­ur.

Dóm­nefnd skipuðu Guðrún Lára Pét­urs­dótt­ir, Jóna Guðbjörg Torfa­dótt­ir og Krist­ín Ástgeirs­dótt­ir.

Í um­sögn um skáld­sög­una Ung­frú Ísland seg­ir að bók­in sé: „saga um vináttu og sköp­un­arþrá ungs fólks sem sker sig úr í ver­öld þröng­sýni og íhalds­semi. Stíll­inn er full­ur af lúmsk­um húm­or og háði en jafn­framt þung­um und­ir­tóni kúg­un­ar og karlrembu. [...] Ung­frú Ísland kall­ast á við ýmis verk bók­mennta­sög­unn­ar sem fjallað hafa um rit­höf­unda­drauma ungra manna og dreg­ur þannig á at­hygl­is­verðan hátt fram þann þrönga stakk sem kon­um hef­ur verið sniðinn, bæði inn­an skáld­skap­ar­ins og utan.“

Um smá­sagna­safnið Kláði seg­ir: „Hið knappa form smá­sög­unn­ar er hér nýtt til hins ítr­asta og með fáum drátt­um tekst höf­undi að draga upp ljós­lif­andi per­són­ur og kunn­ug­leg­ar kring­um­stæður. Frá­sögn­in er upp­full af leiftrandi húm­or og óvænt­um sjón­ar­horn­um, stíll­inn er létt­ur og áreynslu­laus. Þótt sög­urn­ar standi fylli­lega und­ir sér sem sjálf­stæð verk magn­ast kraft­ur þeirra þegar þær eru lesn­ar í sam­hengi hver við aðra.“

Um smá­sagna­safnið Ástin, Texas seg­ir að bók­in geymi fimm smá­sög­ur sem „láta ekki mikið yfir sér; þær eru lág­stemmd­ar á yf­ir­borðinu en und­ir niðri krauma mikl­ar til­finn­ing­ar. Um­fjöll­un­ar­efnið er nánd og þá einkum skort­ur­inn á henni. [...] Ástar­sam­bönd­in í sög­un­um eru af fjöl­breytt­um toga en eiga það sam­eig­in­legt að vera á ein­hvern hátt löskuð. [...] Þrátt fyr­ir erfitt viðfangs­efni er stíll­inn létt­ur, lip­ur og mynd­rænn og jafn­an er stutt í húm­or­inn.“

Þögguð saga kvenna

Í flokki fræðibóka og rita al­menns eðlis eru til­nefnd­ar Þján­ing­ar­frelsið – óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur; Krullað og klippt: Ald­ar­saga háriðna á Íslandi eft­ir Báru Bald­urs­dótt­ur og Þor­gerði H. Þor­valds­dótt­ur og Skipti­dag­ar – Nesti handa nýrri kyn­slóð eft­ir Guðrúnu Nor­dal.

Dóm­nefnd skipuðu Dal­rún J. Ey­gerðardótt­ir, Sól­ey Björk Guðmunds­dótt­ir og Unn­ur Jök­uls­dótt­ir.

Í um­sögn um Þján­inga­frelsið seg­ir: „Bók­in skil­ur eft­ir sig spurn­ing­ar, hug­mynd­ir og vanga­velt­ur um sam­fé­lagið og ör­uggt er að bók­in verður góð heim­ild í framtíðinni til að skoða stöðu fjöl­miðla og tján­ing­ar­frels­is á Íslandi í upp­hafi 21. ald­ar­inn­ar.“

Um Krullað og klippt seg­ir: „Bók­in er merkt fram­lag til iðnsögu Íslands en jafn­framt ein­stakt til­legg til rann­sókna á sviði kvenna- og kynja­sögu á Íslandi. [...] Höf­und­arn­ir rýna í sagna­hefð lokk­anna og miðla hár­sögu Íslands í lipr­um texta og mögnuðum mynd­um bók­ar.“

Um Skipti­dag­ar – Nesti handa nýrri kyn­slóð seg­ir að bók­in segi frá ferðalagi höf­und­ar um menn­ing­ar­arf og sögu þjóðar­inn­ar. Guðrún noti „fræði sín, þekk­ingu og visku, en líka sög­ur af for­mæðrum og -feðrum til að sýna hver við erum og hvaðan við kom­um á tím­um hraðra og stór­stíga breyt­inga. [... Höf­und­ur] varp­ar fram kven­lægri sýn á sög­una og menn­ing­ar­arf­inn, gref­ur upp hina huldu og þögguðu sögu kvenna.“

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um verðlaun­in og rök­stuðning­inn í heild má finna á vefn­um fjoru­ver­d­laun­in.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka