Vegleg fullveldishátíð á aldarafmæli

Forseti Íslands og Danadrottning við setningu hátíðarinnar.
Forseti Íslands og Danadrottning við setningu hátíðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands var fagnað með veglegum hætti 1. desember. Stúdentar við Háskólann lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar um morguninn, og vitjuðu einnig ásamt forsætisráðherra og fleiri ráðamönnum leiðis Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra 1918.

Forsetahjónin tóku á móti Margréti Þórhildi Danadrottningu í Hörpu um hádegisbilið, áður en formleg athöfn hófst við Stjórnarráðið kl. 13. Nokkur mannfjöldi var við athöfnina, en kuldi og rok settu sinn svip á hana. Öllu fleiri mættu á Austurvöll síðar um daginn á mótmæli sem haldin voru vegna Klausturmálsins svonefnda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Um kvöldið var síðan hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu, en þar afhenti Margrét Þórhildur Danadrottning Guðna Th. Jóhannessyni útgáfu af einkadagbókum Kristjáns X., konungs Danmerkur og Íslands. Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, afhent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra stafræn afrit af um 22.000 skjölum úr Ríkisskjalasafni Danmerkur um samskipti Íslands og Danmerkur á fyrri hluta 20. aldar, en þau skjöl hafa nú verið gerð aðgengileg á netinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert