Vegleg fullveldishátíð á aldarafmæli

Forseti Íslands og Danadrottning við setningu hátíðarinnar.
Forseti Íslands og Danadrottning við setningu hátíðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hundrað ára af­mæli full­veld­is Íslands var fagnað með veg­leg­um hætti 1. des­em­ber. Stúd­ent­ar við Há­skól­ann lögðu blóm­sveig á leiði Jóns Sig­urðsson­ar um morg­un­inn, og vitjuðu einnig ásamt for­sæt­is­ráðherra og fleiri ráðamönn­um leiðis Jóns Magnús­son­ar sem var for­sæt­is­ráðherra 1918.

For­seta­hjón­in tóku á móti Mar­gréti Þór­hildi Dana­drottn­ingu í Hörpu um há­deg­is­bilið, áður en form­leg at­höfn hófst við Stjórn­ar­ráðið kl. 13. Nokk­ur mann­fjöldi var við at­höfn­ina, en kuldi og rok settu sinn svip á hana. Öllu fleiri mættu á Aust­ur­völl síðar um dag­inn á mót­mæli sem hald­in voru vegna Klaust­ur­máls­ins svo­nefnda, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Um kvöldið var síðan hátíðardag­skrá í Eld­borg­ar­sal Hörpu, en þar af­henti Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing Guðna Th. Jó­hann­es­syni út­gáfu af einka­dag­bók­um Kristjáns X., kon­ungs Dan­merk­ur og Íslands. Fyrr um dag­inn hafði Lars Løkke Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, af­hent Lilju Al­freðsdótt­ur mennta­málaráðherra sta­f­ræn af­rit af um 22.000 skjöl­um úr Rík­is­skjala­safni Dan­merk­ur um sam­skipti Íslands og Dan­merk­ur á fyrri hluta 20. ald­ar, en þau skjöl hafa nú verið gerð aðgengi­leg á net­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert