Þjóðskrá Íslands hefur hafnað 826 umsóknum um kerfiskennitölur á þessu ári.
Umsóknum hefur fjölgað umtalsvert að því er fram kemur í umsögn Þjóðskrár til þingsins er fjallaði um aðgerðir gegn peningaþvætti.
Í mörgum tilvikum leikur grunur á að fölskum skilríkjum sé framvísað þegar sótt er um kerfiskennitölur vegna viðskipta.
Þjóðskrá hefur hafnað slíkum umsóknum og tilkynnt málin til lögreglu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.