Anna Kolbrún ætlar ekki að segja af sér

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég geri mér grein fyr­ir því að ég lét þetta viðgang­ast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyr­ir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukkn­ir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru al­veg ótrú­lega mörg „Ég hefði“.

Þetta seg­ir Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þingmaður Miðflokks­ins og ein sex­menn­ing­anna úr hópi þing­manna Miðflokks og Flokks fólks­ins sem fóru óviðeig­andi orðum um sam­starfs­fólk sitt og aðra á barn­um Klaustri þriðju­dags­kvöldið 20. nóv­em­ber síðastliðinn, en hluti sam­tals­ins náðist á upp­töku og hef­ur verið til um­fjöll­un­ar und­an­farna viku.

Þátt­taka Önnu Kol­brún­ar í þess­ari ör­laga­ríku kvöld­stund henn­ar, sam­flokks­manna henn­ar Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, Bergþórs Ólason­ar og Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins, þeirra Karls Gauta Hjalta­son­ar og Ólafs Ísleifs­son­ar, hófst að henn­ar sögn með því að hún fékk sím­tal þar sem henni var boðið að slást í hóp­inn á Klaustri.

„Þetta var of mikið“

„Það stóð aldrei til að ég tæki þátt í þeirri umræðu sem var í gangi þetta kvöld á Alþingi, sem var umræða um fjár­lög­in. Við í þing­flokki Miðflokks­ins skipt­um með okk­ur mál­efn­um og verk­um rétt eins og fólk í öðrum þing­flokk­um. Þegar ég kom var mér boðinn stór bjór og ég drakk einn lít­inn bjór til viðbót­ar. Ég drakk þessa drykki á löng­um tíma og ég var ekki drukk­in, eins og haldið hef­ur verið fram í fjöl­miðlum. Ég lagði það sem sagt ekk­ert sér­stak­lega á minnið og ég var fyrst af þing­mönn­um Miðflokks­ins til að yf­ir­gefa staðinn. Þegar ég kom út sagði ég við Ólaf Ísleifs­son: Þetta var of mikið.“

Hvað átt­irðu við með því? „Mér fannst of mik­ill ákafi í mönn­um. Ég upp­lifði þetta þannig að ég hafi ít­rekað reynt að skipta um umræðuefni, án ár­ang­urs.“ 

Þegar málið komst í há­mæli sagðist Anna Kol­brún ætla að hugsa sinn gang og er nú kom­in að þeirri niður­stöðu að hún muni ekki segja af sér. Hún seg­ir það ekki hafa verið sitt hlut­verk að þagga niður í mönn­um en hún hafi reynt að beina sam­tal­inu á aðrar braut­ir.

Brast í grát á formanna­fundi

Hún seg­ist aldrei hafa grátið jafn­mikið á æv­inni og und­an­farna daga og að hún hafi m.a. brostið í grát á fundi formanna þing­flokk­anna í gær. „En ég er hætt að vera hrædd við að gráta. Það er alltaf ætl­ast til þess að fólk fari allt á hnef­an­um og sýni hvorki til­finn­ing­ar né veik­leika­merki. Af hverju má ekki sýna til­finn­ing­ar?“

Anna Kol­brún er í ít­ar­legu viðtali í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka