Bylting fyrir ráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti verðlaunin í gær.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti verðlaunin í gær. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í sérstöku ávarpi sem birt var með tillögunum í gær að stefnt hefði verið að því lengi að reisa viðbyggingu við gamla Stjórnarráðshúsið og koma allri starfsemi forsætisráðuneytis fyrir á einum stað.

Bætti hún við að slíkt fyrirkomulag myndi vera „sannkölluð bylting fyrir ráðuneytið og starfsfólk þess sem líður vissulega fyrir það að vera dreift á milli húsa“, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Forsætisráðherra sagði einnig að lögð hefði verið rík áhersla á að horft yrði til hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænnar hönnunar, og að meðal annars hefði verið horft til orkunýtni, efnisvals og heilsuverndar við hönnunina og áhersla lögð á að neikvæð umhverfisáhrif yrðu lágmörkuð í öllu ferlinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert