Bylting fyrir ráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti verðlaunin í gær.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti verðlaunin í gær. mbl.is/​Hari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í sér­stöku ávarpi sem birt var með til­lög­un­um í gær að stefnt hefði verið að því lengi að reisa viðbygg­ingu við gamla Stjórn­ar­ráðshúsið og koma allri starf­semi for­sæt­is­ráðuneyt­is fyr­ir á ein­um stað.

Bætti hún við að slíkt fyr­ir­komu­lag myndi vera „sann­kölluð bylt­ing fyr­ir ráðuneytið og starfs­fólk þess sem líður vissu­lega fyr­ir það að vera dreift á milli húsa“, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

For­sæt­is­ráðherra sagði einnig að lögð hefði verið rík áhersla á að horft yrði til hug­mynda­fræði sjálf­bærr­ar þró­un­ar og vist­vænn­ar hönn­un­ar, og að meðal ann­ars hefði verið horft til ork­u­nýtni, efn­is­vals og heilsu­vernd­ar við hönn­un­ina og áhersla lögð á að nei­kvæð um­hverf­isáhrif yrðu lág­mörkuð í öllu ferl­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert