Flugrekstrarleyfi bundin skilyrði um evrópskt eignarhald

mbl.is/Eggert

Indigo Partners get­ur aldrei orðið meiri­hluta­eig­andi að WOW air, að minnsta kosti ekki á meðan það er rekið á ís­lensku flugrekstr­ar­leyfi. Því ráða ákvæði í reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og Evr­ópuráðsins „um sam­eig­in­leg­ar regl­ur um flugþjón­ustu í Banda­lag­inu“, eins og hún er nefnd.

Inn­an við sól­ar­hring eft­ir að slitnaði upp úr viðræðum um kaup Icelanda­ir Group á WOW air barst til­kynn­ing um að náðst hefði sam­komu­lag milli Skúla Mo­gensen, eig­anda WOW air, og banda­ríska fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Indigo Partners um að Indigo hygðist fjár­festa í fé­lag­inu. Það yrði gert að und­an­geng­inni áreiðan­leika­könn­un. Í til­kynn­ing­unni var sér­stak­lega til­greint að Skúli Mo­gensen yrði áfram leiðandi hlut­hafi í fé­lag­inu (e. principal shareholder).

Ljóst má vera, bæði af þeim ástæðum sem gefn­ar voru upp fyr­ir viðræðuslit­un­um við Icelanda­ir Group, og einnig af bréfi sem Skúli sendi þeim sem þátt tóku í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber, að fé­lagið er í brýnni þörf fyr­ir fjár­magn. Aðrar yf­ir­lýs­ing­ar fé­lags­ins und­ir­strika einnig að sú þörf er yf­ir­vof­andi og að vinna þurfi hratt að því að tryggja fé­lag­inu aukið fjár­magn í formi láns- eða auk­ins hluta­fjár.

Á þess­um tíma­punkti ligg­ur ekki fyr­ir hvort af viðskipt­un­um verður eða hver hlut­deild Indigo Partners verður. Hins veg­ar er ljóst af þeim lög­um sem í gildi eru og varða flugrekstr­ar­leyfi WOW air, að Indigo Partners get­ur aldrei orðið meiri­hluta­eig­andi að fé­lag­inu, að minnsta kosti ekki á meðan það er rekið á hinu ís­lenska flugrekstr­ar­leyfi.

Því ráða ákvæði í reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og Evr­ópuráðsins „um sam­eig­in­leg­ar regl­ur um flugþjón­ustu í Banda­lag­inu“, eins og hún er nefnd.

Í 4. gr. henn­ar, sem fjall­ar um skil­yrði fyr­ir veit­ingu flugrekstr­ar­leyfa kem­ur fram að „aðild­ar­ríki og/​eða rík­is­borg­ar­ar aðild­ar­ríkja eigi meira en 50% í fyr­ir­tæk­inu og stjórni því í raun, beint eða óbeint, fyr­ir til­stilli eins og eða fleiri annarra fyr­ir­tækja nema eins og kveðið er á um í sam­komu­lagi við þriðja land sem Banda­lagið er aðili að.“ Morg­un­blaðið leitaði upp­lýs­inga hjá Sam­göngu­stofu um hvort heim­ilt væri að víkja frá þessu skil­yrði þegar kem­ur að út­gáfu flugrekstr­ar­leyfa til fyr­ir­tækja sem hyggj­ast stunda áætl­un­ar­flug milli landa.

„Ekki er að f inna heim­ild í reglu­gerðinni til þess að víkja frá því skil­yrði né for­dæmi fyr­ir slíku hjá Sam­göngu­stofu. Við yf­ir­ferð gagna frá um­sækj­anda flugrekstr­ar­leyf­is eða til­kynn­ingu um breytt eign­ar­hald er farið yfir öll skil­yrði reglu­gerðar­inn­ar, þ. á m. um eign­ar­hald,“ seg­ir í svari lög­fræðings stofn­un­ar­inn­ar en fjallað er um þetta í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka