Fordæmalaust ástand uppi

Forsætisnefnd hittist í gær vegna Klausturmálsins.
Forsætisnefnd hittist í gær vegna Klausturmálsins. mbl.is/​Hari

„Við erum í fordæmalausu ástandi, svona mál hefur ekki komið upp áður,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um ákvörðunar forsætisnefndar að vísa máli Klausturþingmanna til siðanefndar Alþingis.

Mun nefndin nú meta hvort þingmennirnir sex hafi með ummælum sínum á knæpu í miðborg Reykjavíkur gerst brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn.

Ólafur segir nefndina koma til með að skila ráðgefandi áliti til forsætisnefndar. „Það er þó ekki að sjá að hægt verði að gera mikið með það álit. Þetta er bara ráðgefandi álit og þótt það verði þeim mjög óhagstætt breytir það ekki því að það eru þingmennirnir sjálfir sem ákveða hvort þeir segja af sér eða ekki,“ segir hann og bendir á að þingið hafi heldur ekkert vald til þess að víkja öðrum þingmönnum úr sæti.

„Alþingi getur því í raun mjög lítið gert. En ef úrskurður siðanefndar verður umræddum þingmönnum óhagstæður er það auðvitað áfellisdómur yfir þeim. Það mun þó ekki hafa neinar beinar afleiðingar varðandi stöðu þeirra,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert