Fordæmalaust ástand uppi

Forsætisnefnd hittist í gær vegna Klausturmálsins.
Forsætisnefnd hittist í gær vegna Klausturmálsins. mbl.is/​Hari

„Við erum í for­dæma­lausu ástandi, svona mál hef­ur ekki komið upp áður,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um ákvörðunar for­sæt­is­nefnd­ar að vísa máli Klaust­urþing­manna til siðanefnd­ar Alþing­is.

Mun nefnd­in nú meta hvort þing­menn­irn­ir sex hafi með um­mæl­um sín­um á knæpu í miðborg Reykja­vík­ur gerst brot­leg­ir við siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn.

Ólaf­ur seg­ir nefnd­ina koma til með að skila ráðgef­andi áliti til for­sæt­is­nefnd­ar. „Það er þó ekki að sjá að hægt verði að gera mikið með það álit. Þetta er bara ráðgef­andi álit og þótt það verði þeim mjög óhag­stætt breyt­ir það ekki því að það eru þing­menn­irn­ir sjálf­ir sem ákveða hvort þeir segja af sér eða ekki,“ seg­ir hann og bend­ir á að þingið hafi held­ur ekk­ert vald til þess að víkja öðrum þing­mönn­um úr sæti.

„Alþingi get­ur því í raun mjög lítið gert. En ef úr­sk­urður siðanefnd­ar verður um­rædd­um þing­mönn­um óhag­stæður er það auðvitað áfell­is­dóm­ur yfir þeim. Það mun þó ekki hafa nein­ar bein­ar af­leiðing­ar varðandi stöðu þeirra,“ seg­ir Ólaf­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka