Iðnaðarmenn og SA funduðu

Iðnaðarmenn að störfum.
Iðnaðarmenn að störfum. mbl.is/Golli

Full­trú­ar iðnaðarmanna og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) áttu viðræðufund í gær. Í hópi iðnaðarmanna eru full­trú­ar VM, RSÍ, MATVÍS, Grafíu, Samiðnar og Fé­lags hársnyrti­sveina. Kjara­samn­ing­ar þeirra renna út á gaml­árs­dag.

„Sam­talið er í gangi. Þetta eru vel und­ir­bún­ir fund­ir og farið yfir mikið efni en það er samt mikið eft­ir,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, um viðræðurn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

SA birtu samn­ings­áhersl­ur sín­ar í kjaraviðræðunum 1. októ­ber og seg­ir Hall­dór að snar þátt­ur í þeim sé að gera vinnu­markaðinn hér sam­bæri­legri við nor­ræna vinnu­markaðinn. „Yf­ir­vinnu­greiðslur eru nán­ast óþekkt­ar á Norður­lönd­um en mjög snar þátt­ur hér, 20-30% af heild­ar­launa­kostnaði. Hugs­un okk­ar er að reyna að nálg­ast þetta í aukn­um mæli. Við erum því að tala um kerf­is­breyt­ingu á vinnu­markaðnum, sem er í eðli sínu flók­in, en yrði til hags­bóta bæði fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur og launþega að mínu mati.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka