Iðnaðarmenn og SA funduðu

Iðnaðarmenn að störfum.
Iðnaðarmenn að störfum. mbl.is/Golli

Fulltrúar iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) áttu viðræðufund í gær. Í hópi iðnaðarmanna eru fulltrúar VM, RSÍ, MATVÍS, Grafíu, Samiðnar og Félags hársnyrtisveina. Kjarasamningar þeirra renna út á gamlársdag.

„Samtalið er í gangi. Þetta eru vel undirbúnir fundir og farið yfir mikið efni en það er samt mikið eftir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, um viðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

SA birtu samningsáherslur sínar í kjaraviðræðunum 1. október og segir Halldór að snar þáttur í þeim sé að gera vinnumarkaðinn hér sambærilegri við norræna vinnumarkaðinn. „Yfirvinnugreiðslur eru nánast óþekktar á Norðurlöndum en mjög snar þáttur hér, 20-30% af heildarlaunakostnaði. Hugsun okkar er að reyna að nálgast þetta í auknum mæli. Við erum því að tala um kerfisbreytingu á vinnumarkaðnum, sem er í eðli sínu flókin, en yrði til hagsbóta bæði fyrir atvinnurekendur og launþega að mínu mati.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert