Landamærin verði opnuð fyrir nánast öllum

Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins.
Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins. mbl.is/​Hari

Ég skora á Alþingi að ræða þenn­an samn­ing sem og aðra sem á eft­ir munu koma. Ef satt reyn­ist að í hon­um fel­ist framsal full­veld­is und­ir alþjóðalög eða heft­ing á grunn­gild­um vest­ræns sam­fé­lags hljót­um við að hafna und­ir­rit­un slíkra samn­inga.

Þetta sagði Jón Þór Þor­valds­son, varaþingmaður Miðflokks­ins, á Alþingi í dag í umræðum um fólks­flutn­inga sem nefn­ist „Global Compact for Safe Or­der­ly and Reg­ul­ar Migrati­on“. Full­yrti Jón Þór að yf­ir­gnæf­andi meirihluti þjóðar­inn­ar myndi setja spurn­ing­ar­merki við samn­ing­inn ef fólki stæði til boða að taka af­stöðu til hans. Af­leiðing hans yrði sú að landa­mæri Íslands yrðu opnuð fyr­ir nán­ast öll­um íbú­um jarðar sem kysu að flytja til lands­ins.

„Þessi samn­ing­ur ramm­ar inn þá skoðun Sam­einuðu þjóðanna að æski­legt sé að fólks­flutn­ing­ar í heim­in­um séu gerðir aðgengi­leg­ir fyr­ir þá jarðarbúa sem þess æskja,“ sagði Jón Þór enn frem­ur. Fljótt á litið væri um mannúðar­mál að ræða en vel væri ef svo væri ein­göngu. Full­trú­ar þjóða sem hefðu kynnt sér samn­ing­inn segðu hann aðför að hinum frjálsa vest­ræna heimi þar sem í hon­um fæl­ist að setja þyrfti lög um inni­hald hans. Þar á meðal að tján­ing gegn inni­haldi hans flokkaðist sem hat­ursorðræða og loka mætti fjöl­miðlum sem ger­ist sek­ir um að taka þátt í slíkri umræðu.

Kannski ekki laga­lega bind­andi en póli­tískt

„Með öðrum orðum skal hér gengið gegn grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um, stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins og vegið er að grunn­in­um, að frelsi ein­stak­lings­ins og vest­rænu sam­fé­lagi. Samn­ing­ur­inn hef­ur ekki fengið neina um­fjöll­un þessi tvö ár að séð verður á Alþingi, hjá stjórn­völd­um eða í fjöl­miðlum. Því er viðbúið að ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins eða staðgeng­ill hans skuld­bindi okk­ur 10. eða 11. des­em­ber næst­kom­andi, eft­ir rúma viku, án þess að nokk­ur umræða hafi farið fram um samn­ing­inn hér­lend­is.“

Vitað væri að nokk­ur lönd ætluðu ekki að staðfesta samn­ing­inn. „For­mæl­end­ur þessa samn­ings munu halda því fram að hann sé ekki laga­lega bind­andi, og það er kannski rétt í þröng­um skiln­ingi, en eng­inn get­ur mælt því mót að samn­ing­ur­inn er póli­tískt bind­andi og verður skeinu­hætt­ur lönd­um við laga­lega túlk­un ým­iss kon­ar. Það er leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögn­um 100 ára af­mæli full­veld­is­ins skuli þing­heim­ur og fjöl­miðlar ekki sinna meira um full­veldi Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka