Leggja til allt að 50% niðurgreiðslu flugs

Hópurinn leggur til allt að 50% niðurgreiðslu á innanlandsflugi þeirra …
Hópurinn leggur til allt að 50% niðurgreiðslu á innanlandsflugi þeirra sem búa á sérstaklega skilgreindum svæðum á landsbyggðinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarssn

Nefnd um framtíðarfyr­ir­komu­lag inn­an­lands­flugs legg­ur til að inn­an­lands­flug fyr­ir íbúa á ákveðnum svæðum lands­ins verði niður­greitt um allt að 50% sam­kvæmt skýrslu sem nefnd­in hef­ur skilað af sér. Þá er mælt með að fjór­ir flug­vell­ir; Kefla­vík­ur­flug­völl­ur, Reykja­vík­ur­flug­völl­ur, Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur og Eg­ilsstaðaflug­völl­ur, verði skil­greind­ir sem kerfi flug­valla með sam­eig­in­leg­an kostnaðar­grunn og að Isa­via verði fal­in fjár­hags­leg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og upp­bygg­ingu þeirra.

Þá er lagt til að þjón­ustu­gjald á bil­inu 100 til 300 krón­ur verði lagt á hvern flug­legg til að standa straum af upp­bygg­ingu og rekstri inn­an­lands­flug­kerf­is­ins. Einnig er lagt til að Isa­via og tolla­yf­ir­völd tryggi hnökra­lausa um­ferð farþega í beinu tengiflugi um Kefla­vík­ur­flug­völl til að stuðla að dreif­ingu ferðamanna t.d. frá Kefla­vík til Ak­ur­eyr­ar.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykja­vík­ur­flug­völl­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í til­lög­un­um seg­ir að skil­greina eigi sér­stök svæði á land­inu þar sem íbú­ar sem ferðist í einka­er­ind­um geti notið 50% niður­greiðslu á flug­far­gjöld­um til og frá svæðinu, en þó að há­marki fjór­ar ferðir meðan reynsla er að kom­ast á kerfið.

Með því að skil­greina fleiri flug­velli sem sam­eig­in­leg­an kostnaðar­grunn er hægt að nýta arð af starf­semi Isa­via, t.d. á Kefla­vík­ur­flug­velli, til að bæta inn­an­lands­kerfið að því er fram kem­ur í skýrsl­unni. Er meðal ann­ars vísað til þess að rekstr­ar­hagnaður Isa­via árið 2017 hafi verið tæp­lega 10 millj­arðar króna. Nefnd­in legg­ur til að þessi skil­grein­ing eigi við frá ár­inu 2020. Frá ár­inu 2024 er lagt til að aðrir flug­vell­ir í grunnn­eti inn­an­lands­flugs verði hluti af sama flug­valla­kerfi.

Samkvæmt tillögunum verður Egilsstaðaflugvöllur hluti af kerfi flugvalla með sameiginlegan …
Sam­kvæmt til­lög­un­um verður Eg­ilsstaðaflug­völl­ur hluti af kerfi flug­valla með sam­eig­in­leg­an kostnaðar­grunn frá ár­inu 2020. mbl.is/​RAX

Í dag rek­ur Isa­via ohf. fjóra milli­landa­flug­velli á Íslandi og átta flug­velli með áætl­un­ar­flugi inn­an­lands. Þeir eru á Bíldu­dal, Gjögri, Húsa­vík, Þórs­höfn, Vopnafirði, Höfn, í Gríms­ey og Vest­manna­eyj­um. Í inn­an­lands­kerf­inu eru um 800 þúsund hreyf­ing­ar, þar sem einn flug­legg­ur með flug­taki og lend­ingu telst tvær hreyf­ing­ar.

Lesa má skýrslu nefnd­ar­inn­ar í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka