Siðanefnd tekur málið fyrir

Valdir kaflar úr samtali þingmannanna á Klaustri voru leiklesnir á …
Valdir kaflar úr samtali þingmannanna á Klaustri voru leiklesnir á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði en Hilmar Guðjónsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir sáu um lesturinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ljóst að nefnd­in mun hitt­ast, fara yfir er­indi Alþing­is og skila í kjöl­farið áliti sínu til for­sæt­is­nefnd­ar,“ seg­ir Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, formaður siðanefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Fær nefnd­in mál þeirra sex þing­manna sem ný­verið viðhöfðu gróft og niðrandi orðalag um samþing­menn sína og minni­hluta­hópa í sam­fé­lag­inu á knæpu í miðborg Reykja­vík­ur og verður  kannað sem mögu­legt siðabrota­mál.

Ásta Ragn­heiður seg­ist ekki geta svarað því hversu lang­an tíma vinna nefnd­ar­inn­ar mun taka. „Við höf­um einu sinni komið sam­an til um­sagn­ar um þing­mál. Það tók stutta stund að skila því áliti,“ seg­ir hún, en auk henn­ar skipa þau Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, og Sal­vör Nor­dal, doktor í heim­speki og umboðsmaður barna, siðanefnd Alþing­is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka