Vélin hoppaði og vaggaði

„Ég fékk smá í magann þegar bara annað hjólið snerti …
„Ég fékk smá í magann þegar bara annað hjólið snerti brautina, en svo vippaðist vélin aftur upp og hann lenti henni svakalega vel,“ segir farþegi sem var um borð í vél Icelandair sem lenti á Heathrow síðastliðinn fimmtudag í miklum hliðarvindi. Skjáskot

„Hún hoppaði svo­lítið og vaggaði vél­in, en það voru all­ir poll­ró­leg­ir, það var ekk­ert panikk-ástand,“ seg­ir María Hrönn Magnús­dótt­ir, sem var um borð í vél Icelanda­ir síðastliðinn fimmtu­dag sem lenti í mikl­um hliðar­vindi á Heathrow-flug­velli. Mynd­band af lend­ing­unni hef­ur vakið gríðarlega at­hygli og hafa hátt í 80.000 manns horft á mynd­bandið sem var birt á Face­book-síðunni Big Jet TV.

María sat við neyðarút­gang við væng og hjól vél­ar­inn­ar sem skoppaði eft­ir braut­inni við lend­ing­una. Hún seg­ir að flugið hafi gengið vel heilt yfir en að flug­stjór­inn hefði varað farþeg­ana við mögu­legri ókyrrð við lend­ingu. María seg­ir að hún hafi aldrei ótt­ast um ör­yggi sitt. „En ég fékk smá í mag­ann þegar bara annað hjólið snerti braut­ina, en svo vippaðist vél­in aft­ur upp og hann lenti henni svaka­lega vel.“

María hrós­ar flug­stjór­an­um og áhöfn vél­ar­inn­ar og seg­ir að þau hafi sýnt mikla yf­ir­veg­un. „Hann var svo ró­leg­ur, maður bara hafði svo mikið traust til hans.“

Lend­ing­in leit verr út á mynd­band­inu

Í mynd­band­inu má heyra þul lýsa lend­ing­unni með mikl­um tilþrif­um. María seg­ir að það hafi verið frek­ar sér­stakt að horfa á mynd­bandið. „Það er svo­lítið öðru­vísi að vera búin að upp­lifa þetta og horfa svo á þetta utan frá,“ seg­ir hún og bæt­ir við að lend­ing­in líti í raun verr út utan frá en hún upp­lifði hana inni í vél­inni. „Þú átt­ar þig ekki al­veg á því hversu mikið hún vagg­ar þegar þú sit­ur inni í vél­inni.“

María seg­ist hins veg­ar sann­færð um að hliðar­vind­ur­inn hafi ekki verið mikið meiri en flest­ir hafi upp­lifað í flugi hér á landi, það sér­staka við lend­ing­una í síðustu viku hafi verið að hún átti sér stað á Heathrow og því hafi það vakið svona mikla at­hygli. „Eru ekki all­ir bún­ir að ferðast inn­an­lands og lent í öðru eins?“



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert