Snjódýpt síðustu daga á Akureyri sló met fyrir bæði nóvember- og desembermánuð: Vetrarríki á Norðurlandi

Nóg er af snjó á Aklureyri.
Nóg er af snjó á Aklureyri. mbl.is/Þorgeir

Stór­virk­ar vinnu­vél­ar unnu við að hreinsa helstu um­ferðaræðar Ak­ur­eyr­ar, þar á meðal Gilið, í gær, en snjó hef­ur kyngt þar niður að und­an­förnu. Snjó­dýpt á Ak­ur­eyri und­an­farna daga hef­ur slegið tvö mánaðamet.

Í gær­morg­un mæld­ist snjó­dýpt­in 105 senti­metr­ar, sem er það mesta sem hef­ur mælst þar í des­em­ber, að sögn Trausta Jóns­son­ar, veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. Snjó­dýpt­in mæld­ist næst­mest dag­ana 7.-9. des­em­ber 1965, fyr­ir 53 árum, og þá mæld­ist hún 100 senti­metr­ar.

Að morgni föstu­dags­ins 30. nóv­em­ber síðastliðinn mæld­ist snjó­dýpt­in á Ak­ur­eyri 75 senti­metr­ar og var það mesta snjó­dýpt sem þar hef­ur mælst í nóv­em­ber­mánuði. Næst mest snjó­dýpt mæld­ist þar 22. og 23. nóv­em­ber árið 1972, en þá var hún 70 senti­metr­ar.

Frost var um allt land í gær. Mesti kuld­inn var á Torf­um í Eyjaf­irði, en þar mæld­ist frostið 19,4°C . Veður­stof­an spá­ir áfram­hald­andi snjó­komu eða élj­um fyr­ir há­degi í dag og tveggja til 18 stiga frosti. Mest­ur verður kuld­inn á norðan- og aust­an­verðu land­inu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert