Snjódýpt síðustu daga á Akureyri sló met fyrir bæði nóvember- og desembermánuð: Vetrarríki á Norðurlandi

Nóg er af snjó á Aklureyri.
Nóg er af snjó á Aklureyri. mbl.is/Þorgeir

Stórvirkar vinnuvélar unnu við að hreinsa helstu umferðaræðar Akureyrar, þar á meðal Gilið, í gær, en snjó hefur kyngt þar niður að undanförnu. Snjódýpt á Akureyri undanfarna daga hefur slegið tvö mánaðamet.

Í gærmorgun mældist snjódýptin 105 sentimetrar, sem er það mesta sem hefur mælst þar í desember, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Snjódýptin mældist næstmest dagana 7.-9. desember 1965, fyrir 53 árum, og þá mældist hún 100 sentimetrar.

Að morgni föstudagsins 30. nóvember síðastliðinn mældist snjódýptin á Akureyri 75 sentimetrar og var það mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í nóvembermánuði. Næst mest snjódýpt mældist þar 22. og 23. nóvember árið 1972, en þá var hún 70 sentimetrar.

Frost var um allt land í gær. Mesti kuldinn var á Torfum í Eyjafirði, en þar mældist frostið 19,4°C . Veðurstofan spáir áframhaldandi snjókomu eða éljum fyrir hádegi í dag og tveggja til 18 stiga frosti. Mestur verður kuldinn á norðan- og austanverðu landinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert