Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur

Ljósleiðari lagður fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur.
Ljósleiðari lagður fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur. mvl.is/Ómar Óskarsson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn munu leggja fram tillögu um að Gagnaveita Reykjavíkur verði seld, en önnur umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fer fram í dag.

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, segir að með sölunni væri hægt að minnka skuldir samstæðu borgarinnar umtalsvert og bætir við að Gagnaveitan hafi ekki skilað hagnaði en starfi engu að síður á samkeppnismarkaði í fjarskiptum.

Sala Gagnaveitunnar og lækkun skulda væri því að mati Eyþórs skynsamleg forgangsröðun á þessum tímapunkti. „Eins skiptis tekjur af sölu byggingarréttar eru ekki í hendi á næstu árum. Endurmat eigna hefur síðustu árin skilað borginni hagnaði upp á tugi milljarða. Ólíklegt er að sú þróun haldi áfram,“ segir Eyþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert