Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur

Ljósleiðari lagður fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur.
Ljósleiðari lagður fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur. mvl.is/Ómar Óskarsson

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn munu leggja fram til­lögu um að Gagna­veita Reykja­vík­ur verði seld, en önn­ur umræða um fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fer fram í dag.

Eyþór Arn­alds, odd­viti sjálf­stæðismanna, seg­ir að með söl­unni væri hægt að minnka skuld­ir sam­stæðu borg­ar­inn­ar um­tals­vert og bæt­ir við að Gagna­veit­an hafi ekki skilað hagnaði en starfi engu að síður á sam­keppn­ismarkaði í fjar­skipt­um.

Sala Gagna­veit­unn­ar og lækk­un skulda væri því að mati Eyþórs skyn­sam­leg for­gangs­röðun á þess­um tíma­punkti. „Eins skipt­is tekj­ur af sölu bygg­ing­ar­rétt­ar eru ekki í hendi á næstu árum. End­ur­mat eigna hef­ur síðustu árin skilað borg­inni hagnaði upp á tugi millj­arða. Ólík­legt er að sú þróun haldi áfram,“ seg­ir Eyþór í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka