Efla flug í Vatnsmýri

Áformað er að byggja Reykjavíkurflugvöll upp á næstu árum. Það …
Áformað er að byggja Reykjavíkurflugvöll upp á næstu árum. Það er liður í að auka flugöryggi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Byggja á upp Reykja­vík­ur­flug­völl á næstu árum. Fram­kvæmd­in er liður í áform­um um að stór­efla vara­flug­velli fyr­ir milli­landa­flug í Reykja­vík, á Ak­ur­eyri og á Eg­ils­stöðum.

Njáll Trausti Friðberts­son, formaður starfs­hóps um framtíð inn­an­lands­flugs, staðfest­ir þetta en hóp­ur­inn hef­ur skilað ráðherra til­lög­um.

Njáll Trausti seg­ir upp­bygg­ingu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar vera flu­gör­ygg­is­mál. Kerfið megi ekki veikj­ast meira en orðið er. Með til­lög­un­um séu færð rök fyr­ir því að hafa áfram flug­völl í Vatns­mýri.

„Ég held að það sé orðið al­mennt samþykki fyr­ir því að menn sjái ekki fyr­ir sér að Reykja­vík­ur­völl­ur sé að fara næstu 15-20 árin.“

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Njáll Trausti seg­ir innviði eng­an veg­inn hafa haldið í við marg­föld­un flug­f­arþega. Hann rifjar upp að 2. apríl sl. hafi flug­menn farþegaþotu verið 8 mín­út­ur frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneyt­is­skorts. Hafði vél­inni verið beint til Eg­ilsstaða vegna snjó­komu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Vara­flug­vell­ir hafi aðeins rúmað fá­ein­ar þotur.

Spurður hvaða áhrif til­lög­urn­ar hafi á framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra, stöðu flug­vall­ar­ins „áfram í því limbói sem hún hef­ur verið. Það eru all­ir sam­mála um að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verður þar sem hann er þangað til ann­ar, eða jafn góður eða betri flug­völl­ur í ná­grenni Reykja­vík­ur finnst. Það er niðurstaðan úr síðustu skýrsl­um sem all­ir aðilar hafa skrifað und­ir.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka