„Ég er ekki krabbameinið“

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins. Kristinn Magnússon

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þingmaður Miðflokks­ins og einn þeirra sex þing­manna sem fóru óviðeig­andi orðum um sam­starfs­fólk sitt og aðra á barn­um Klaustri þriðju­dags­kvöldið 20. nóv­em­ber síðastliðinn, greind­ist með krabba­mein í brjósti árið 2011 og hef­ur verið í meðferðum við því, með hlé­um, síðan þá.

Síðan þá hef­ur það dreift sér um allt, eins og hún kemst sjálf að orði; í kring­um hjarta, í eitla, kviðar­hol og í líf­himnu.

Hún er ný­byrjuð í meðferð og hyggst nýta jóla­fríið til þess. Þetta seg­ir Anna Kol­brún í ít­ar­legu viðtali í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar ræðir hún m.a. það sem gerðist á Klaustri þetta kvöld, vinnu­menn­ing­una á Alþingi og at­b­urði und­an­far­inna daga.

„Ég er með 4. stigs krabba­mein. En ég tala aldrei um það, mér finnst það í sjálfu sér ekki koma þessu máli neitt við. Ég vil bara fá að vera mann­eskja; ég er kona með krabba­mein en ég er ekki krabba­meinið,“ seg­ir Anna Kol­brún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert