„Ég er ekki krabbameinið“

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins. Kristinn Magnússon

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn þeirra sex þingmanna sem fóru óviðeigandi orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn, greindist með krabbamein í brjósti árið 2011 og hefur verið í meðferðum við því, með hléum, síðan þá.

Síðan þá hefur það dreift sér um allt, eins og hún kemst sjálf að orði; í kringum hjarta, í eitla, kviðarhol og í lífhimnu.

Hún er nýbyrjuð í meðferð og hyggst nýta jólafríið til þess. Þetta segir Anna Kolbrún í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Þar ræðir hún m.a. það sem gerðist á Klaustri þetta kvöld, vinnumenninguna á Alþingi og atburði undanfarinna daga.

„Ég er með 4. stigs krabbamein. En ég tala aldrei um það, mér finnst það í sjálfu sér ekki koma þessu máli neitt við. Ég vil bara fá að vera manneskja; ég er kona með krabbamein en ég er ekki krabbameinið,“ segir Anna Kolbrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert