Ég hoppaði hæð mína í loft upp

Mosinn á stofni trésins er ögurmosi (Ulota phyllantha); algengur með …
Mosinn á stofni trésins er ögurmosi (Ulota phyllantha); algengur með ströndinni, einnig í landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fólk heldur að mosi sé bara einn mosi, en það eru yfir sexhundruð tegundir til á landinu. Ég er með lýsingar á 250 mosategundum í bókinni, en restin eru sjaldgæfar tegundir sem sumar hafa fundist aðeins á einum stað á landinu,“ segir Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur, sem langar að opna augu fólks fyrir því hversu mikilvægir mosar eru í lífríkinu og hann gaf því út á eigin kostnað veglega bók, Mosar á Íslandi.

„Áhugi minn á mosum kviknaði fyrir fimmtíu árum þegar ég var að læra grasafræði í Svíþjóð. Þar kynntist ég og lærði hjá tveimur kennurum sem voru í mosum. Fegurð mosanna og smæð þeirra heillar mig, en líka sú staðreynd að mosar hafa orðið útundan þegar gróðurfélagið er skoðað og rannsakað. Hér á landi hefur verið látið nægja að greina mosa til tegunda en ekki flokka gróðurfélög með tilliti til þeirra. Sagt er að mosavaxið land sé ónýtt land og fólk talar um „bölvaðan mosann“, en nú hefur komið í ljós að hann gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki í öllum lífsferlum. Til dæmis lifa blágerlar á þeim mosum sem eru í birkiskógum, en blágerlar binda nauðsynlegt köfnunarefni eða nitur úr andrúmsloftinu og skila því til birkitrjánna. Allt hefur tilgang í náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við að þar sem vaxi mosi hlífi hann jarðveginum, líkt og teppi.

„Á vorin þegar regn getur orðið strítt og flóð fara af stað, þá verndar mosinn efsta yfirborð jarðvegsins, sem skiptir mestu máli fyrir allar aðrar plöntur. Hann er því verndarhjúpur jarðarinnar.“

Sjá viðtal við Ágúst H. Bjarnason í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert