Frestur vegna athugasemda framlengdur

Kísilverksmiðjan í Helguvík.
Kísilverksmiðjan í Helguvík. mbl.is/Árni Sæberg

Frestur til að skila inn athugasemdum við matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur verið framlengdur til 15. desember en hann átti að renna út í dag.

Fram kemur á vef Skipulagsstofnunar að alls hafi athugasemdir borist, undirritaðar af 115 manns. Margar þeirra voru að miklu leyti samhljóða.

Íbúar blekktir

Í einni athugasemdinni kemur fram að forsendur fyrir starfseminni séu löngu brostnar og að bæjarbúar hafi verið blekktir, leyfi hafi verið gefin út á fölskum forsendum, hreinsibúnaður sé í ólagi og almenningur hafi orðið fyrir verulegum óþægindum vegna lyktar. Einnig kemur fram að byggingin sé of há, öryggi starfsmanna ekki fulltryggt og að kol, timburflísar og fleira sé óvarið á lóð kísilversins. Hálaunastörfum hafi jafnframt verið lofað. „Eftir lestur á tillögum frá nýju félagi, Stakksbergi ehf. á fyrirhugðum úrbótum á verksmiðjunni sé viðkomandi enn þeirrar skoðunar að mengandi starfsemi eigi að víkja. Úrbætur dugi ekki.“

Í svari Skipulagsstofnunar segir að forsendur fyrir starfseminni hafi brostið og því hafi verksmiðjunni verið lokað. „Unnið er að endurbótum á búnaði verksmiðjunnar og verkferlum til að hún megi vera starfrækt í sátt við umhverfi sitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka