Hélt 3 ára syni yfir svalahandriði

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa „á ófyrirleitinn og alvarlegan hátt“ stofnað lífi þriggja ára sonar síns í hættu með því að hafa haldið á honum yfir svalahandriði íbúðar sinnar á þriðju hæð, sveiflað honum og hótað að sleppa.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa í kjölfar atviksins stangað lögreglumann, sem var við skyldustörf, í búkinn með þeim afleiðingum að hann hlaut verki og var greindur með grun um rifbrot.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en atvikið átti sér stað í ágúst 2014 á þáverandi heimili mannsins.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert