Sigurður þarf að greiða 137 milljónir

Sigurður Kristinsson í héraðsdómi.
Sigurður Kristinsson í héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Ragnar Kristinsson í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtækisins SS verks ehf.

Sigurður var einnig dæmdur til að greiða 137 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Hún skal greiðast innan fjögurra vikna en annars skal hann sitja í fangelsi í 360 daga, að því er Vísir greindi frá.

Sig­urður neitaði sök að hluta við fyr­ir­töku málsins í maí en gekkst þó við hluta þeirra brota sem hon­um voru gef­in að sök sam­kvæmt ákæru.

Í þeim hluta ákær­unn­ar er Sig­urður neit­aði voru hon­um gefin að sök skil á röng­um virðis­auka­skatt­skýrsl­um þar sem innskatt­ur af þjón­ustu­kaup­um var of­fram­tal­inn á grund­velli til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga og um leið van­fram­tal­inn virðis­auka­skattur.

Sá hluti ákær­unn­ar sem Sig­urður gekkst við í héraðsdómi varðaði ann­ars veg­ar van­skil á virðis­auka­skatti á ár­inu 2015. Hins veg­ar að hafa ekki á lög­mælt­um tíma staðið skil á skilagrein fé­lags­ins vegna staðgreiðslu op­in­berra gjalda og ekki staðið skil á staðgreiðslu op­in­berra gjalda sem haldið var eft­ir af laun­um starfs­manna á til­teknu tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert