Synd að húsið sé tómt

Búið er að auglýsa húsnæðið til sölu.
Búið er að auglýsa húsnæðið til sölu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er tómt hús og það er bara synd,“ seg­ir María B. Óskars­dótt­ir, sviðsstjóri menn­ing­ar og sam­skipta hjá Seltjarn­ar­nes­bæ. Bær­inn hef­ur aug­lýst til sölu fast­eign­ina Safnatröð 5 þar sem Lækn­inga­minja­safnið átti að vera. Lang­tíma­leiga kem­ur einnig til greina.

Mik­ill styr hef­ur staðið um húsið. Smíði þess fór langt fram úr fjár­hags­áætl­un. Heild­ar­kostnaður þess var tal­inn vera um 700 millj­ón­ir króna í lok árs 2012 en þá hafði hús­næðið ekki enn verið tekið í notk­un og ein­ung­is verið upp­steypt, þak komið og það glerjað. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir því að heild­ar­kostnaður­inn yrði 345 millj­ón­ir þegar samið var um bygg­ingu og rekst­ur safn­húss­ins árið 2007. Fram­kvæmd­ir við hús­næðið sér­hannaða hóf­ust haustið 2008 en þeim var hætt fljót­lega eft­ir hrun.

Fast­eign­in er alls 1.363 fer­metr­ar. Húsið er fok­helt og er að mestu full­klárað að utan. Þar er eng­in starf­semi, að því er seg­ir í fast­eigna­aug­lýs­ingu. 

Pattstaða í lang­an tíma

María grein­ir frá því að pattstaða hafi lengi verið uppi vegna húss­ins. Þess vegna hafi bær­inn ákveðið að setja það á sölu til að koma mál­um á hreyf­ingu. Hún seg­ir að íbú­ar og aðrir hafi kallað eft­ir því að húsið verði tekið til notk­un­ar enda sé staðsetn­ing­in „dá­sam­leg“ og „út­sýnið engu líkt“.

Lækn­inga­minja­safn Íslands var stofnað sam­kvæmt stofn­skrá sem byggði á samn­ingi Lækna­fé­lags Íslands, mennta­málaráðuneyt­is, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar og Þjóðminja­safns Íslands um stofn­kostnað, bygg­ingu og rekst­ur hús­næðis­ins. Að sögn Maríu setti Seltjarn­ar­nes­bær um 100 til 150 millj­ón­ir króna í hús­næðið á sín­um tíma. Viðræður voru uppi við mennta­málaráðuneytið um að það aðstoðaði við að ljúka við húsið eft­ir hrun en til þess þarf um 300 til 400 millj­ón­ir króna. Þær skiluðu ekki ár­angri. Enn á eft­ir að setja hita, raf­magn og vatn inn í húsið, auk þess sem önn­ur grunn­vinna er óunn­in. „Bær­inn hef­ur ekki 300 til 400 millj­ón­ir til að gera það sem til þarf en það hef­ur verið löng bið eft­ir því að ríkið myndi taka húsið yfir,“ seg­ir hún.

Hót­el ólík­legt

Í aug­lýs­ing­unni kem­ur fram að inn­send til­boð þurfi að inni­halda ít­ar­lega grein­ar­gerð um starf­sem­ina. Í deili­skipu­lagi seg­ir að um safna­svæði sé að ræða. Að sögn Maríu er allt vest­ur­svæðið á Seltjarn­ar­nesi, út að og með Gróttu, friðlýst og verndað. Íbúðahús­næði verður ekki í hús­inu og mik­il­vægt er að starf­sem­in passi inn í um­hverfið. Aðspurð seg­ir hún ólík­legt að hót­el verði þar starf­rækt en hug­mynd­ir hafa verið uppi um norður­ljósa­safn, lista­safn og ráðstefnu- eða kaffi­hús. Ein hug­mynd­in var sú að Lista­safn Íslands myndi sýna þar sam­tíma­list.  

Hjúkr­un­ar­heim­ili við hliðina

Húsið stend­ur á svæði sem er skil­greint sem sam­fé­lagsþjón­ustu­svæði. Þar eru Nes­stofa, Lyfja­fræðisafnið og Urta­g­arður­inn einnig staðsett. Verið er að ljúka við bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is við hliðina á hús­inu. Skammt frá eru hafn­ar fram­kvæmd­ir á Byggg­arðasvæði bæj­ar­ins þar sem ný íbúðabyggð mun rísa í stað iðnaðar­hús­næðis, að því er kem­ur fram í fast­eigna­aug­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka