Tekjur.is eyða gagnagrunni

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert

For­svars­menn vefsíðunn­ar Tekj­ur.is hafa eytt gagna­grunni síðunn­ar. Per­sónu­vernd hef­ur fengið staðfest­ingu á því frá lög­manni henn­ar.

For­svars­menn­irn­ir höfðu frest til gær­dags­ins til að eyða gagna­grunn­in­um og þeim upp­lýs­ing­um sem þeir kynnu að hafa und­ir hönd­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Per­sónu­vernd hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um hvort sekta eigi fyr­ir­tækið Visku­brunn ehf. fyr­ir að gera gagna­grunn með upp­lýs­ing­um úr skatt­skrám fyr­ir árið 2016 aðgengi­leg­an á Tekj­ur.is.

Per­sónu­vernd hóf at­hug­un að eig­in frum­kvæði eft­ir að vefsíðan opnaði 12. októ­ber þar sem veitt­ur var aðgang­ur gegn gjaldi að upp­lýs­ing­um um tekj­ur allra ein­stak­linga á ár­inu 2016 sam­kvæmt gögn­um rík­is­skatt­stjóra. Stjórn Per­sónu­vernd­ar kvað í fram­hald­inu upp úr­sk­urð þar sem kom fram að for­ráðamenn vefjar­ins hafi ekki haft heim­ild til að birta upp­lýs­ing­arn­ar og krafðist Per­sónu­vernd að síðunni yrði lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka