„Þetta kom skemmtilega á óvart“

„Ég er búinn að vera að gera útvarps- og tónlistarþætti …
„Ég er búinn að vera að gera útvarps- og tónlistarþætti fyrir Rás 1 í rúm 30 ár, þannig að það má skilja þessi verðlaun sem klapp á bakið og þakkir fyrir vel unnin störf. Það er alltaf gaman þegar einhver tekur eftir því sem maður er að gera,“ segir Pétur Grétarsson sem stýrir tveimur vikulegum tónlistarþáttum á Rás 1, Hátalaranum á mánudögum og Hitaveitunni á föstudögum. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Þetta kom skemmti­lega á óvart, enda fal­leg viður­kenn­ing,“ seg­ir tón­list­ar- og dag­skrár­gerðarmaður­inn Pét­ur Grét­ars­son sem fyr­ir stundu hlaut Lít­inn fugl, heiður­sverðlaun Sam­tóns, fyr­ir framúrsk­ar­andi störf í þágu ís­lenskr­ar tón­list­ar sem veitt eru á Degi ís­lenskr­ar tón­list­ar sem hald­inn er hátíðleg­ur í dag.

„Ég er bú­inn að vera að gera út­varps- og tón­list­arþætti fyr­ir Rás 1 í rúm 30 ár, þannig að það má skilja þessi verðlaun sem klapp á bakið og þakk­ir fyr­ir vel unn­in störf. Það er alltaf gam­an þegar ein­hver tek­ur eft­ir því sem maður er að gera,“ seg­ir Pét­ur sem stýr­ir tveim­ur viku­leg­um tón­list­arþátt­um á Rás 1, Hátal­ar­an­um á mánu­dög­um og Hita­veit­unni á föstu­dög­um.

Pétur Grétarsson hlaut verðlaunin Lítinn fugl í dag á degi …
Pét­ur Grét­ars­son hlaut verðlaun­in Lít­inn fugl í dag á degi ís­lenskr­ar tón­list­ar. mbl.is/​​Hari

Pét­ur nam slag­verk, fyrst í einka­tím­um hjá Guðmundi Stein­gríms­syni djasstromm­ara og síðar hjá Reyni Sig­urðssyni í Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík. Þaðan lá leið hans til Bost­on og stundaði hann slag­verksnám hjá Dean And­er­son við Berk­lee Col­l­e­ge of Music á ár­un­um 1980-1984. Pét­ur hef­ur leikið með ýms­um þekkt­um hljóm­sveit­um, þeirra á meðal Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, Kammer­sveit Reykja­vík­ur, Íslensku hljóm­sveit­inni, Stuðmönn­um og Caput. Hann hef­ur einnig leikið í hljóm­sveit­um leik­hús­anna og samið tónlist fyr­ir þau. Pét­ur hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri Jazzhátíðar í Reykja­vík og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna. Hann kenn­ir slag­verks­leik við Tón­list­ar­skóla FÍH.

Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar Sam­tóns seg­ir: „Verðlaun­in eru veitt fyr­ir ein­stak­lega vandaða og inni­halds­ríka um­fjöll­un um ís­lenska tónlist í út­varpi um langa hríð – sem er öðrum til eft­ir­breytni. Þætt­ir hans hafa vakið sér­staka at­hygli fyr­ir eft­ir­tekt­ar­verða dýpt í um­fjöll­un, frum­lega fram­setn­ingu og fund­vísi á hið fá­gæta. Einnig hef­ur hann sýnt alúð og rækt­ar­semi við ís­lenska djass­tónlist sem fram­kvæmda­stjóri Jazzhátíðar í Reykja­vík og ekki þarf að fjöl­yrða frek­ar um dýr­mætt fram­lag hans til tón­list­ar­sköp­un­ar um langa hríð.“

Pétur Grétarsson, tónlistar- og dagskrárgerðarmaður.
Pét­ur Grét­ars­son, tón­list­ar- og dag­skrár­gerðarmaður. mbl.is/​​Hari

Innt­ur eft­ir því hvaða gildi Dag­ur ís­lenskr­ar tón­list­ar hafi seg­ir Pét­ur nauðsyn­legt að minna á að á bak við alla mús­ík sem við heyr­um séu ótal­mörg hand­tök. „Ég er talsmaður þess að meiri mús­ík heyr­ist í út­varp­inu held­ur en nú er og mín rök fyr­ir því er að það ligg­ur mun meiri vinna og hugs­un á bak við tónlist sem við spil­um held­ur en tveggja manna tal,“ seg­ir Pét­ur en ít­ar­legra viðtal við hann má lesa í Morg­un­blaðinu á morg­un. 

Þrenn hvatn­ing­ar­verðlaun veitt 

SAMTÓNN stend­ur ár­lega fyr­ir Degi ís­lenskr­ar tón­list­ar og veit­ir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í um­fjöll­un, dag­skrár­gerð eða al­menn­um stuðningi við ís­lenska tónlist. Þrenn hvatn­ing­ar­verðlaun voru af­hent sam­hliða Litla fugl­in­um. 

Glugg­ann fær Vik­an með Gísla Marteini fyr­ir ein­stakt at­fylgi við ís­lenska tónlist í sjón­varpi. Fram­leiðandi þátt­ar­ins er Ragn­heiður Thor­steins­son og stjórn­andi þátt­ar­ins Gísli Marteinn Bald­urs­son.

Þorkell Máni Pét­urs­son, best þekkt­ur sem Máni á Xinu, fékk sér­stök hvatn­ing­ar­verðlaun fyr­ir að rækta jaðar­inn og hefja merk­is­bera ís­lenskr­ar tón­list­ar til nýrra veg­semda.

Sér­stök ný­sköp­un­ar­verðlaun fær út­varps­stöðin Útvarp 101 fyr­ir lofs­verða djörf­ung í hörðum heimi miðlun­ar en stefna út­varps­stöðvar­inn­ar er að spila að minnsta kosti 50 pró­sent ís­lenskt og að minnsta kosti 50 pró­sent með kven­flytj­end­um og/​eða höf­und­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka