Útboði fyrir NATO lokið

Eldri gerð leitarvéla, svonefnd P-3 Orion, í Keflavík.
Eldri gerð leitarvéla, svonefnd P-3 Orion, í Keflavík. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

„Útboðinu er lokið og verður til­kynnt um niður­stöðuna á næst­unni. Bú­ast má við að fram­kvæmd­ir hefj­ist svo á nýju ári,“ seg­ir Sveinn H. Guðmars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um útboð vegna fram­kvæmda á veg­um Banda­ríkja­hers á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Er um að ræða tvö verk­efni, ann­ars veg­ar hönn­un og verk­fram­kvæmd vegna breyt­inga á flug­skýli 831 og hins veg­ar hönn­un og bygg­ingu sjálf­virkr­ar þvotta­stöðvar fyr­ir flug­vél­ar. Breyt­ing­arn­ar á flug­skýli 831 munu fel­ast í end­ur­nýj­un á hurð flug­skýl­is­ins og raf­kerfi sem flug­vél­ar tengj­ast við.

Flug­vélaþvotta­stöðin sem hanna á og reisa verður sjálf­virk þvotta­stöð og nýt­ist hún einkum við að skola sjáv­ar­seltu af kaf­báta­leit­ar­vél­um Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO.

Flug­skýli Atlants­hafs­banda­lags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur verið notað fyr­ir P-3 Ori­on eft­ir­lits­flug­vél­ar, sem hafa haft það verk­efni að fylgj­ast með ferðum rúss­neskra kaf­báta í Norður-Atlants­hafi. Skýlið rúm­ar hins veg­ar ekki nýja teg­und eft­ir­litsvéla, svo­nefnd­ar P-8 Poseidon, og því þarf að ráðast í breyt­ing­arn­ar. Nýju vél­arn­ar eru byggðar á Boeing 737-800 og eru þær bún­ar helstu nýj­ung­um í könn­un­ar­búnaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert