15 milljarðar til málefni fatlaðra

Sigurður Ingi Jóhannson, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um breytingar á …
Sigurður Ingi Jóhannson, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um breytingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. mbl.is/Hari

Heildarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verða tæplega fimmtán milljarðar samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutanir framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur samþykkt þessa tillögu nefndarinnar, að því er kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Þá segir að breytingar séu komnar til vegna breytinga á útreiknaðri stuðningsþörf og miðar það af nýliðun á árinu, andlát einstaklinga og kostnaðarbreytingu á þjónustu við einstaklinga.

Slíkar breytingar eru gerðar árlega í samræmi við gildandi úthlutunarreglur, útskýrir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert