Ábyrg sóknarfjárlög

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

„Þetta eru sókn­ar­fjárlög sem við af­greiðum í dag, sókn­ar­fjárlög sem byggj­ast á traustri stöðu rík­is­sjóðs en mæta um leið þeim þörf­um og vænt­ing­um sem uppi voru eft­ir síðustu kosn­ing­ar,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um at­kvæðagreiðslu vegna fjár­laga­frum­varps­ins fyr­ir næsta ár.

Hún sagði það „kúnstugt“ að heyra þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar tala um að ekki væri verið að byggja upp sam­fé­lags­lega innviði þegar rík­is­stjórn­in væri að gera mun meira en það sem lofað var fyr­ir síðustu kosn­ing­ar.

Katrín nefndi að horft væri til þess að byggja upp heil­brigðis­kerfið, efla rann­sókn­ir og ný­sköp­un, bæta kjör ör­orku­líf­eyr­isþega, fjölga þeim sem ættu rétt á barna­bót­um og byggja upp vega­kerfið.

„Þetta eru nefni­lega sókna­fjár­lög sem eru um leið ábyrg og byggj­ast á traust­um grunni. Ég er mjög stolt af því að fá af­greiða þessi fjár­lög hér í dag,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert