Nær 60 milljarða fjáraukalög

Íbyggnir þingmenn á Alþingi.
Íbyggnir þingmenn á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fer fram á 56,6 millj­arða hækk­un fjár­heim­ilda rík­is­ins á yf­ir­stand­andi ári í frum­varpi til fjár­auka­laga sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Meg­in­hluti fjár­hæðar­inn­ar, um 48 millj­arðar króna, er í grein­ar­gerð frum­varps­ins skýrður sem „tækni­leg út­gjalda­mál og fram­setn­ing­ar­breyt­ing­ar“ sem staf­ar af breyttri reikn­ings­skilaaðferð. Er ann­ars veg­ar um að ræða breyt­ing­ar á upp­gjöri á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um (31 millj­arður) og hins veg­ar breytta fram­setn­ingu vegna af­skrifta skatt­krafna (18,2 millj­arðar).

Að þessu und­an­skildu nem­ur hækk­un­in 8,6 millljörðum vegna nokk­urra út­gjalda­mála ráðuneyta. Sú fjár­hæð nem­ur 1% fjár­laga þessa árs. Innifal­in í fjár­hæðinni er 3,2 millj­arða hækk­un vegna yf­ir­töku á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um og sé hún und­an­skil­in nem­ur frá­vikið í hefðbundn­um rekstri rík­is­sjóðs 0,7%, að því er seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Lög­um sam­kvæmt eru í frum­varpi til fjár­auka­laga aðeins gerðar til­lög­ur um breyt­ing­ar á fjár­heim­ild­um til að mæta út­gjöld­um rík­is­sjóðs sem voru ófyr­ir­séð við af­greiðslu fjár­laga og telj­ast orðin brýn eða óhjá­kvæmi­leg, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka