Óttuðust ónæði af stuðningsheimilinu

Þingvað 35 í Norlingaholti. Ekkert verður af því að þar …
Þingvað 35 í Norlingaholti. Ekkert verður af því að þar verði opnað stuðningsheimili. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum ekki á móti meðferðarúrræðinu sem slíku heldur því sem fylgir í kjölfarið. Það er ýmislegt búið að ganga á hér í hverfinu og þess vegna eru íbúar hræddir,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, stjórnarmaður í Íbúasamtökum Norðlingaholts, í samtali við Morgunblaðið.

Á föstudaginn síðasta var sett lögbann á starfsemi nýs stuðningsheimilis fyrir börn á vegum Barnaverndarstofu að Þingvaði 35. Það voru íbúar í götunni sem fóru fram á lögbannið en nutu fulltingis íbúasamtakanna og umboðsmanns borgarbúa, að sögn Arndísar.

„Við fengum úrskurð frá skipulagsfulltrúa borgarinnar um að þessi starfsemi stenst ekki deiliskipulag. Hún hefði þurft að fara í kynningu fyrir íbúum og umsagnarferli,“ segir Arndís. Hún segir að íbúar í götunni og hverfinu hafi óttast ónæði sem kynni að hljótast af stuðningsheimilinu.

„Þetta var bara illa unnið af Barnaverndarstofu. Yfirmenn þar hefðu átt að vinna meira með íbúum í götunni. Þegar fólk fær mismunandi svör hjá þremur yfirmönnum um það hvernig starfsemi þetta á að vera þá verður það hrætt um hvernig úrræði þetta verði.“

Heiða Björg Pálma­dótt­ir, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, sagði í samtali við mbl.is í gær að lög­bannið bygg­i á gríðarleg­um mis­skiln­ingi á eðli starf­sem­inn­ar.

Fréttin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert