Standa við bakið á Sigmundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­trú­ar Miðflokks­ins í sveit­ar­stjórn­um standa al­mennt við bakið á Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni flokks­ins, þrátt fyr­ir þátt­töku hans í umræðunum á veit­ingastaðnum Klaustri.

Fáir vilja tjá sig efn­is­lega um málið í sam­töl­um við Morg­un­blaðið en eng­inn sem í náðist tel­ur málið hafa áhrif á stöðu for­manns­ins.

Viðar Freyr Guðmunds­son, formaður Miðflokks­fé­lags Reykja­vík­ur, ger­ir grein­ar­mun á þátt­töku Sig­mund­ar Davíðs og þeirra tveggja þing­manna sem hafa tekið sér leyfi frá þing­störf­um, sér­stak­lega um per­sónu Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, mennta­málaráðherra. Hann vill að Gunn­ar Bragi Sveins­son og Bergþór Ólason segi af sér þing­mennsku vegna máls­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Óein­ing er í stjórn­ar­and­stöðunni vegna máls­ins og hafa nokkr­ir þing­menn lýst því yfir að þeir muni ekki vinna með Klaust­urþing­mönn­um og muni ganga út úr þingsal þegar þeir taka til máls. Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við HÍ, seg­ir að eina dæmið sem hann kunni um slíka fryst­ingu sé þegar þing­menn komm­ún­ista voru ein­angraðir eft­ir að þeir neituðu að for­dæma inn­rás Rússa í Finn­land á ár­inu 1939.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka