Viðtalið við Lilju „öflugt högg“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra upplifir ofbeldi af hendi þingmanna …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra upplifir ofbeldi af hendi þingmanna Miðflokksins. Skjáskot/ruv.is

„Þetta er ein­hver öfl­ug­asta fram­koma stjórn­mála­manns sem ég hef séð,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við Morg­un­blaðið um viðtal Kast­ljóss við Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, vegna Klaust­ur­máls­ins svo­nefnda.

Þar lýsti hún upp­lif­un sinni á um­mæl­um þriggja þing­manna Miðflokks­ins í henn­ar garð og kallaði þá meðal ann­ars of­beld­is­menn sem boði hvorki stöðug­leika né vin­semd. Ólaf­ur seg­ir hins veg­ar erfitt að meta áhrif viðtals­ins á póli­tíska framtíð þeirra þing­manna sem rætt var um í þætt­in­um.

„Við höf­um mörg dæmi um stjórn­mála­menn sem hafa orðið fyr­ir mikl­um högg­um en lifað þau af. Það er hins veg­ar aug­ljóst að þetta var mjög öfl­ugt högg þó of snemmt sé að segja til um lang­tíma­áhrif­in. Það má ekki gleyma að framtíð Sig­mund­ar Davíðs og Miðflokks­ins ræðst ekki af því hvort mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar hafi skömm á fram­komu þeirra í þessu máli held­ur hvort til sé nægj­an­lega stór hóp­ur sem finnst í lagi að þeir haldi áfram í stjórn­mál­um. Sá hóp­ur get­ur verið mik­ill minni­hluti en það er í raun sá hóp­ur sem ákveður þeirra framtíð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka