Arfleifð Nínu sýnileg öllum

„Ég veit að Ísland var alltaf í hjarta hennar,“ segir …
„Ég veit að Ísland var alltaf í hjarta hennar,“ segir Una Dóra Copley. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Listasafn Nínu Tryggvadóttur gæti verið opnað í Hafnarhúsinu eftir tvö til þrjú ár. Una Dóra Copley, dóttir Nínu, gefur Reykjavíkurborg listaverkasafn móður sinnar, alls um þrjú þúsund verk.

Una Dóra ræðir um arfleifð móður sinnar og líf sitt í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins  sem út kom í morgun.

„Þetta er höfðingleg gjöf og frábært að fá annað safn en Gerðarsafn sem er kennt við konu,“ segir Arna Schram, sviðstjóri hjá borginni, og bætir við að ráðgert sé að ganga frá kaupum borgarinnar á þeim hluta Hafnarhússins sem hýsa á safnið á þessu ári eða næsta. Mikið verk er þó fyrir höndum að undirbúa húsið, skrá verkin og flytja heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert