Nýr leikskóli rís á Seltjarnarnesi

Efnt verður til samkeppni um nýja leikskólann á Seltjarnarnesi.
Efnt verður til samkeppni um nýja leikskólann á Seltjarnarnesi.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Áætluð stærð leikskólans er um 2.400 fermetrar.

Nýr leikskóli skal byggður á núverandi svæði leikskólans, ásamt svæði sem gengið hefur undir nafninu Ráðhúsreitur.

Á þessum reit er nú bráðabirgðahúsnæði sem reist var í haust vegna mikillar fjölgunar í leikskólum bæjarins. Tillögum í fyrra þrepi skal skila til trúnaðarmanns samkeppninnar þriðjudaginn 19. febrúar 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert