Bílvelta við Hof á Akureyri

Menningarhúsið Hof á Akureyri.
Menningarhúsið Hof á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bíll valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki.

Talið er að snjór og hálka á vettvangi hafi átt þátt í að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn valt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert