Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

Ellert B. Schram sat síðast á þingi árið 2009.
Ellert B. Schram sat síðast á þingi árið 2009. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.

Ágúst Ólafur er farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum en hann greindi frá því á Face­book-síðu sinni á föstudag að hann hefði í síðustu viku verið áminnt­ur af trúnaðar­nefnd flokks­ins fyr­ir að hafa áreitt konu kyn­ferðis­lega og farið sær­andi orðum um hana í byrj­un síðasta sum­ars.

Ellert býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að þingsetu en hann tók fyrst sæti á Alþingi árið 1971 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat hann nánast samfellt á þingi til ársins 1987. Árið 2007 var hann kjörinn þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Samfylkinguna og sat hann á þingi til ársins 2009.

Í tilkynningu á vef Alþingis kemur einnig fram að Albert Guðmundsson tekur sæti sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, tekið sæti á Alþingi á ný og hefur Alex B. Stefánsson vikið af þingi sem varamaður hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert