Gátu ekki sest á þing vegna anna

Ellert B.Schram.
Ellert B.Schram. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól.

Þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Einar Kárason voru á undan Ellert í röðinni eftir að Ágúst tilkynnti um leyfi sitt í kjölfar þess að hann hefði í síðustu viku verið áminnt­ur af trúnaðar­nefnd flokks­ins fyr­ir að hafa áreitt konu kyn­ferðis­lega og farið sær­andi orðum um hana í byrj­un síðasta sum­ars.

Tómas Guðjónsson, upplýsingafulltrúi þingflokks Samfylkingarinnar, segir að vegna anna hafi hvorki Jóhanna né Einar getað tekið sæti á þingi í jólamánuðinum. Ellert hlaupi því í skarðið fyrir Ágúst Ólaf fyrir jól en Jóhanna tekur sæti á þingi að afloknu jólaleyfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert