Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind

Byggingar geta haft mikil áhrif á vindafar þar sem gangandi …
Byggingar geta haft mikil áhrif á vindafar þar sem gangandi vegfarendur eiga leið um. Huga þarf að þessum áhrifum við hönnun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings.

„Það er tiltölulega auðvelt og hagkvæmt að skoða áhrif bygginga og skipulag hverfa á staðbundið veðurfar með tölvulíkönum. Það þarf helst skýrari stefnu og ítarlegri kröfur um hvaða gögnum þurfi að skila til yfirvalda, hvaða markmið þurfi að uppfylla og hafa þarf eftirlit með að markmiðunum sé náð,“ segir Hörður í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann hefur starfað í Bretlandi undanfarin tvö og hálft ár við vindgreiningar á byggingum. Þá eru skoðuð áhrif sem samspil vinds og bygginga getur haft fyrir gangandi vegfarendur. Til að greina áhrifin er aðallega notuð CFD (Computational Fluid Dynamics) tölvuhermun eða prófanir í vindgöngum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert