Götur, sléttur og básar

Á landspítalalóðinni verða í framtíðinni Freydísargata, Njólagata og Fífilsgata nái …
Á landspítalalóðinni verða í framtíðinni Freydísargata, Njólagata og Fífilsgata nái tillögur götunafnanefndar fram að ganga. mbl.is/​Hari

Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.

Tillögur um nöfn á Landspítalalóð eru: Hildigunnargata, Þjóðhildargata, Freydísargata, Hrafnsgata, Fífilsgata, Njólagata, Burknagata, Hvannagata og Blóðbergsgata.

Nafnanefndin leggur til að götur á Esjumelum verði ekki kenndar við mela, þar sem ruglingur gæti átt sér stað vegna Melanna í Vesturbæ Reykjavíkur. Tillaga nefndarinnar er: Gullslétta, Silfurslétta, Járnslétta, Málmslétta, Bronsslétta, Koparslétta, Steinslétta og Kalkslétta.

Í Gufunesi er gerð tillaga um heitin Þengilsbás, Hilmisbás og Jöfursbás. Og götur í framtíðarstækkun: Þjóðansbás, Hildisbás og Mæringsbás.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert