Hreinar hendur bjarga

Mikilvægt er að hendur heilbrigðisstarfsfólks séu vel hreinsaðar fyrir og …
Mikilvægt er að hendur heilbrigðisstarfsfólks séu vel hreinsaðar fyrir og eftir samskipti við sjúklinga. Ljósmynd/Landspítalinn

Meira en fjór­ir sjúk­ling­ar sýkj­ast á Land­spít­al­an­um á hverj­um ein­asta degi árs­ins. Þótt mark­visst hafi verið unnið að úr­bót­um, meðal ann­ars með því að minna heil­brigðis­starfs­fólk á að hreinsa hend­urn­ar á sér rétt og vel, eru spít­ala­sýk­ing­ar hlut­falls­lega al­geng­ari en ná­granna­lönd­um.

„Við vit­um að hrein­ar hend­ur geta hrein­lega bjargað manns­líf­um,“ seg­ir Þór­dís Hulda Tóm­as­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á sýk­inga­varna­deild Land­spít­al­ans, en hún vinn­ur ásamt fleir­um að nýju átaki í hand­hreins­un til að draga úr spít­ala­sýk­ing­um og auka þannig ör­yggi sjúk­linga.

Ef heil­brigðis­starfs­fólk hreins­ar hend­urn­ar á sér ekki nógu vel aukast lík­ur á spít­ala­sýk­ing­um um 20-40%. Sýk­ing­ar geta orðið til þess að sjúk­ling­ar veikj­ast meira og sjúkra­hús­dvöl þeirra leng­ist en einnig eru dæmi um að sjúk­ling­ar deyi af þess­um ástæðum.

Mik­il­vægt þegar álag er mikið

Á þessu ári fá 6,2% inn­lagðra sjúk­linga spít­ala­sýk­ing­ar en sam­bæri­legt hlut­fall á sjúkra­hús­um í þeim lönd­um sem Íslend­ing­ar bera sig helst sam­an við er um 5%. Hlut­fallið hér hef­ur aðeins versnað á milli ára en batnað þegar litið er lengra aft­ur.

Mikið álag er á starfs­fólki spít­al­ans, meðal ann­ars út af skorti á starfs­fólki. Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Þór­dís ekki síður mik­il­vægt að fólk muni eft­ir að hreinsa hend­urn­ar á sér við þess­ar aðstæður en þegar álag er minna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert