Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni.
Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Þar segir að fjármagnið muni skila milljörðum í ríkissjóð, sem notaðir verði til vegagerðar.
„Fólk áttar sig á því að þetta gríðarstóra verkefni sem fyrir framan okkur er verður ekki leyst nema til komi einhverjar nýjar leiðir,“ sagði Jón Gunnarsson, varaformaður samgöngunefndar, á RÚV.
Umhverfis- og samgöngunefnd fundar nú um málið.