Lýsa áhyggjum af endurskinslausum vegstikum

Lítið endurskin er af vegstikum í myrkri vegna óhreininda.
Lítið endurskin er af vegstikum í myrkri vegna óhreininda. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni.

Vegfarendur hafa lýst yfir áhyggjum af litlu endurskini af vegstikum á fjölförnum vegum á borð við Hellisheiði, Sandskeið og Svínahraun. Ástandið mun vera viðlíka á þjóðvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta getur haft í för með sér hættu fyrir vegfarendur í myrkri.

Jóhann segir að á sínu svæði hafi þrisvar sinnum í haust verið farið með stikuþvottavél á vegi en ekki sé nægur mannskapur til að hafa undan. „Þetta verður bara skítugt eins og skot eftir umferðina og veðráttuna.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur hann ástandið verra nú en oft áður en segir að það lagist jafnan þegar snjórinn komi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert