Sendi erindi til Persónuverndar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sem voru á Klaustri bar 20. nóvember.

Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannskað yrði hver tók þingmennina upp.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Rúmum sólarhring eftir að lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi erindið steig Bára Halldórsdóttir fram og greindi frá því að hún hefði tekið samræður þingmannanna upp.

Haft er eftir Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, að erindi hafi verið sent til lögmannsins í dag vegna þess að það liggi ljóst fyrir hver tók samræðurnar upp. Enn fremur er óskað svara um hvort enn sé farið fram á umfjöllun Persónuverndar um málið og þá hvort og hvaða valdheimildum verði beitt.

Persónuvernd hafa borist fjögur erindi frá almenningi þar sem spurt er að því hvort hún muni beita sér í málinu eða gera almennar athugasemdar við umræðuna á Klaustri. Ekki er ljóst hvort Persónuvernd tekur upptökuna formlega fyrir en hún verður til umræðu á stjórnarfundi í lok næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert