Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir er lagt …
Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum. Pixabay/jackmac34

Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru rúmlega 666 þúsund á tímabilinu janúar til nóvember 2018 og um 18 þúsund frá Indlandi samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Þá voru Bandaríkjamenn 30,6% allra ferðamanna og Indverjar 0,8%.

Í greinargerð fjáraukalaga segir að „umsóknir ferðamanna frá Indlandi um vegabréfsáritanir til Íslands hafa stóraukist á síðastliðnum árum og er fjöldinn orðinn það mikill að Ísland verður að koma upp eigin aðstöðu til vegabréfsáritana í stað þess að útvista verkefninu til annarra ríkja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert