Víkingaklappið höggvið í tré

Aron Einar Gunnarsson stýrir víkingaklappi eftir leik.
Aron Einar Gunnarsson stýrir víkingaklappi eftir leik. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu.

Víkingaklappið verður eitt af listaverkum á sögu- og listasýningu sem fyrirhugað er að setja upp í höfuðstöðvum UNESCO í París.

Jóhann Sigmarsson listamaður hugsar sér að skapa 11 gegnheilar viðarhöggmyndir af landsliðsmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fullri stærð og setja saman í eina heild. Efniviðurinn er 100 ára gamlir drumbar úr bryggju í Reykjavíkurhöfn. Reynt verður að líkja eftir öllum liðsmönnum, í stellingunni þegar þeir taka víkingaklappið fræga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert