Býðst til að safna fyrir Báru

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmd til að „borga eitthvað“.

Á Twitter-síðu sinni segist hann einnig vera tilbúinn til að stjórna uppboði „og hvaðeina“.

Bára hef­ur verið boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá Reimari Pét­urs­syni lög­manni fyr­ir hönd fjög­urra ein­stak­linga um vitna­leiðslur og öfl­un sýni­legra sönn­un­ar­gagna. 

Hún var stödd á Klaustri bar 20. nóv­em­ber síðastliðinn þegar hún varð nokk­urra þing­manna vör sem fóru ill­um orðum um kon­ur, fatlaða og sam­kyn­hneigða. Hún tók sam­töl þing­mann­anna upp og sendi fjöl­miðlum nokkru síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert