Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmd til að „borga eitthvað“.
Á Twitter-síðu sinni segist hann einnig vera tilbúinn til að stjórna uppboði „og hvaðeina“.
ef svo ólíklega vildi til að Bára Marvin yrði dæmd til að borga eitthvað þá verður slegið í söfnun hér og ég skal stjórna uppboði og hvaðeina
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) December 11, 2018
Bára hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna.
Hún var stödd á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn þegar hún varð nokkurra þingmanna vör sem fóru illum orðum um konur, fatlaða og samkynhneigða. Hún tók samtöl þingmannanna upp og sendi fjölmiðlum nokkru síðar.